Bjarki Karlsson

Ég er kerfisfræðingur og málfræðingur og fæst m.a. við við forritun, vefhönnun (ekki alltaf svona mínimalíska), þýðingar, stílráðgjöf, umbrot bóka og ritun texta — eða eins og segir í símaskránni: vinnur með orð.

Þeim sem vilja leita til mín um verkefni af þessu tagi eða kynningu á þegar útgefnum verkum skal bent á að að hringja í mig í síma 88 88 023 eða senda tölvupóst á netfangið bjarki [að] bjarkamal [punktur] is.

Frumsamin verk

Frumsamin ljóð í barnabókum eftir erlenda teiknara

Stílfærsla lausamálstexta í bundið mál

Að gefnu tilefni lýsi ég því yfir að framlag mitt til bóka Hafsteins er stílfræðilegt og gefur ekki tilefni til þess að titla mig höfund eða meðhöfund. Hafsteinn á einn allan höfundar- og sæmdarrétt að bókunum enda samdi hann bækurnar, bjó til söguþráðinn og boðskapinn ásamt því að skapaða persónurnar og gæða þær lífi með teikningum. Ég bið alla að virða þessa yfirlýsingu mína.

Þýðingar

Ritstjórn

Fræðigreinar í tímaritum

Verðlaun og tilnefningar til verðlauna

Yfirlýsing

Ég lýsi því hér með yfir að með vísan til 26. greinar höfundalaga banna ég öllum samtökum rétthafa að sýsla með hugverk mín. (Með hugverkum er hér átt við það sem er tilgreint undir fyrirsögnunum „Frumsamin verk“, „Frumsamin ljóð í barnabókum eftir erlenda teiknara“ og „Þýðingar“.) Einnig banna ég öllum notendum að nýta þau í umboði slíkra samtaka á grundvelli samningskvaðaleyfa (extended collective licensing). Óski einhver leyfis til eintakagerðar eða opinbers flutnings skal leita beint til mín.

Með rétthafasamtökum er t.d. átt við Rithöfundasamband Ísland, Hagþenki og Fjölís. Með notendum er t.d. átt við útvarpsstöðvar, prentmiðla, leikfélög og útgefendur hljóðbóka þar með talið Hljóðbókasafn Íslands (sjá þó nánar hér á eftir).

Öllum skólum og öllum kórum er heimilt að ljósrita upp úr verkum mínum að vild án endurgjalds og/eða flytja opinberlega. Þó þarf að afla leyfis fyrir opinberri dreifingu á upptökum af slíkum flutningi. Hafi einhver skóli eða kór þegar greitt gjald til rétthafasamtaka vegna slíkt hvet ég viðkomandi til að fara fram á endurgreiðslu vegna þess.

Varðandi Hljóðbókasafn Íslands:

Fyrri málsgrein fimmtu greinar reglugerðar Hljóðbókasafns Íslands: „Hljóðbókasafnið gerir samning við Rithöfundasamband Ísland um rétt til að framleiða og dreifa ritverkum til notenda sinna á grundvelli heimildar í höfundalögum“ nær ekki til verka minna – annars vegar vegna þess að ég er ekki félagi í Rithöfundasambandinu og hef aldrei framselt því umboð til nokkurrar umsýslu fyrir mig, hins vegar vegna fyrrnefnds banns við notkun verka minna á grundvelli samningskvaða – og því ber safninu að vinna skv. síðari málsgrein fimmtu greinar reglugerðarinnar: „Safninu er heimilt að gera þjónustu- og samstarfssamninga við aðra aðila til að efla þjónustu sína,“ kjósi það að nýta lögbundinn rétt sinn til gerðar hljóðbóka eftir verkum mínum. (Hér skal tekið fram að útleiga safnsins af hljóðbókinni sem fylgir Árleysi árs og alda er gerð með mínu leyfi.

Í lögum um breytingu á höfundalögum (lög nr. 73/1972, breyting með lögum nr. 9/2016) er kveðið á um samningskvaðir; að heildarsamtök höfundarréttarhafa öðlist rétt til að innheimta þóknun fyrir notkun á hugverkum gagnvart öllum höfundum á sem samningskvaðaleyfi samtakanna tekur til, hvort sem höfundar eru innan eða utan þeirra rétthafasamtaka sem eru aðilar að samningnum(!).

Jafnframt segir í lögunum (í 26. gr.) að ákvæðið gildi þó ekki um verk ef höfundur þess hefur bannað samningsaðila slíka notkun. Það er einmitt það sem ég geri.